Fara í efni

Hljóðróf - einkasýning Sigurðar Guðjónssonar

Verið velkomin á einkasýningu Sigurðar Guðjónssonar í Listasafni Árnesinga 14. september 2024 klukkan 15:00.
 
Hljóðróf er heild sem er í sífelldri umbreytingu, kvik af hreyfingu en þó stöðug og sjálfri sér samkvæm. Verkið virkjar rými sýningarsalarins, gengur í samband við það og úr verður skynræn heild. Með því að ganga um rýmið og búa sér þannig til ný og ný sjónarhorn verða til, ekki aðeins augnablik, heldur líðandi sem kallar fram hugrenningar um tíma og takt. Þessi óræði hlutur sem liggur fyrir fótum okkar er bæði aðgengilegur og blekkjandi, augljós og falinn. Í verkinu er varpað fram spurningum um yfirborð og mynd, um hlut, efni, hreyfingu og skynjun.
Sigurður Guðjónsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022. Hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 fyrir sýninguna Innljós á vegum Listasafns ASÍ.
 
Sýningin stendur til 22. desember 2024.
Getum við bætt efni síðunnar?