Fara í efni

Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur innleitt jafnlaunakerfi sem inniheldur jafnréttisáætlun og byggir jafnlaunastefna sveitarfélagsins á henni. Jafnlaunakerfið og stefnur ná til allra starfsmanna sveitarfélagsins.

Grímsnes- og Grafningshreppur fylgir lögum nr. 150/2020 og 151/2020 og öðrum lögum og kröfum sem sveitarfélagið undirgengst varðandi það að jöfn laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja hjá sveitarfélaginu. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.

Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og aðrir starfsmenn jafnframt minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leyti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum allra óháð kyni. 

Síðast uppfært 13. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?