Ungmennaráð
Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 18 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:
- að koma skoðunum og tillögum ungs fólks í sveitarfélaginu til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
- að gæta hagsmuna ungs fólks í sveitarfélaginu t.d. með umfjöllun og umsögnum um mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega.
- að vera ráðgefandi um framtíðarsýn er varða málefni barna og ungs fólks.
- að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins.
- gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkum um málefni ungs fólks.
Samþykktir ungmennaráðs
Síðast uppfært 14. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?