Fara í efni

Atvinnumálastefna Uppsveita

Uppsveitir Árnessýslu nefnist svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá og spannar það fjögur sveitarfélög, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Löng hefð er fyrir samstarfi sveitarfélaganna í ýmsum málaflokkum og nú við mótun sameiginlegrar atvinnumálastefnu Uppsveitanna. Hvert sveitarfélag hefur sína sérstöðu, en stefnan tekur til atvinnulífs á svæðinu í heild. Uppsveitirnar eru eitt stórt atvinnu- og búsetusvæði og sveitarfélögin hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í málaflokknum. Algengt er að íbúar eigi lögheimili í einu sveitarfélagi en starfi í öðru. Atvinnumálastefnan tekur mið af Sóknaráætlun Suðurlands og tölulegum upplýsingum frá SASS sem tengjast atvinnumálum á svæðinu.

Stærstu atvinnugreinar Uppsveitanna eru hefðbundinn landbúnaður, garðyrkja og ferðaþjónusta auk þess sem ýmis afleidd störf verða til í kringum þessar greinar. Mál manna er að auka þurfi enn frekar fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu. Eigandi og ábyrgðaraðili atvinnumálastefnunnar eru sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu. Lagt er til að sameiginlegur byggðaþróunarfulltrúi sveitarfélaganna annist árlegt stöðumat.

Síðast uppfært 13. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?