Skólanefnd
Skólanefnd Grímsnes og Grafningshrepps fer, í umboði sveitastjórnar, með málefni leik og grunnskóla samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem sveitarstjórn felur henni. Þá skal nefndin fylgja samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes og Grafningshrepps eins og hún er hverju sinni.
Meginhlutverk skólanefndar er staðfesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með framkvæmd náms og kennslu í skólahverfinu og sjá um að öll börn í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu. Skólanefnd fylgist með og stuðlar að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu og að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi húsnæði og annar aðbúnaður, þar með talin útivistar- og leiksvæði nemenda. Skólanefnd ásamt skólastjórum lítur eftir að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða á þessu sviði og gerir tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur.