Veitur
Í Grímsnes- og Grafningshreppi er starfrækt kaldavatnsveita, hitaveita og jafnframt starfrækir sveitarfélagið fráveitur í þéttbýlinu á Borg og í Ásborgum.
Á þessari síðu er lítil samantekt á veitum í sveitarfélaginu en frekari upplýsingar um kaldavatnsveitu, hitaveitu og fráveitu má finna í stikunni hér til hægri (neðst ef síðan er skoðuð í snjalltæki).
Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga strax í upphafi framkvæmda að tengingum við hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu, rafveitu og gagnaveitu. Á þessari síðu eru upplýsingar sem gagnast húsbyggjendum í Grímsnes– og Grafningshreppi við að tryggja fagleg vinnubrögð á hönnunar- og byggingarstigi nýbygginga eða vegna viðhalds eða breytinga eldri bygginga.
Kaldavatnsveita
Grímsnes– og Grafningshreppur rekur vatnsveitu á afmörkuðu svæði í sveitarfélaginu. Vatnsbólin eru tvö, eitt staðsett í landi Bjarkar og hitt í landi Búrfells. Til viðbótar við vatnsbólin eru reknar dælustöðvar á nokkrum stöðum. Helstu svæði sem tengd eru vatnsveitu sveitarfélagsins eru eftirfarandi:
- Borg í Grímsnesi
- Bjarkarborgir
- Hraunborgir
- Oddsholt
- Minni-Borgir
- Lyngborgir
- Sólheimavegurinn
- Efra-Mosfell
- Þórisstaðir
- Kerhraun
- Miðengi
- Snæfoksstaðir
- Klausturhólar
- Búrfell
- Ásgarður
- Sogsvegur að Norðurkoti
Um 1.300 aðilar eru tengdir beint við vatnsveituna auk þess sem vatn er selt í gegnum mæli til Sólheima og Norðurkots.
Einnig er fjöldi einkavatnsveitna í sveitarfélaginu.
Kort af helstu vatnsveitusvæðum má sjá hér að neðan í kortasjánni ásamt upplýsingum um tengiliði þar sem þær eru til staðar.
Vaktsíminn er: 867-0408
Vinsamlegast hafið eingöngu samband við vaktsíma vegna bilunar í hita- eða vatnsveitukerfi Grímsnes- og Grafningshrepps. Almennar fyrirspurnir varðandi nýjar tengingar, reikninga, snjómokstur o.þ.h. skulu sendar skriflega á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í gegnum síma 480-5500.
Hitaveita
Grímsnes– og Grafningshreppur rekur hitaveitu á afmörkuðu svæði í sveitarfélaginu. Hitaveiturnar eru tvær, ein hitaveita er rekin með vatni úr borholu í Kringlu og hitt notast við vatn frá Vaðnesi. Helstu svæði sem tengd eru vatnsveitu sveitarfélagsins eru eftirfarandi:
- Hraunborgir
- Hestland
- Kiðjaberg
- Borg í Grímsnesi
- Minni-Borgir
- Bjarkarborgir
- Þórisstaðir
- Minna-Mosfell
- Þóroddstaðir
- Öldubyggð
- Svínavatn
Einnig reka eftirfarandi aðilar hitaveitur í sveitarfélaginu:
- Veitur reka hitaveitu frá Öndverðarnesi að Miðengi til austurs og upp Þingvallaveg að Steingrímsstöð og Úlfljótsvatni. Upplýsingar um þjónustu Veitna í Grímsnes– og Grafningshreppi má sjá á heimasíðu veitna, www.veitur.is.
- Orkubú Vaðness rekur hitaveitu í Vaðnesi og Snæfoksstöðum.
- Hitaveita Hæðarenda er með hitaveitu á Hæðarenda, hluta af Klausturhólum og Kerhrauni.
- Sólheimar reka hitaveitu í sínu þéttbýli.
Kort af helstu hitaveitusvæðum má sjá hér að neðan í kortasjánni ásamt upplýsingum um tengiliði.
Vaktsíminn er: 867-0408
Vinsamlegast hafið eingöngu samband við vaktsíma vegna bilunar í hita- eða vatnsveitukerfi Grímsnes- og Grafningshrepps. Almennar fyrirspurnir varðandi nýjar tengingar, reikninga, snjómokstur o.þ.h. skulu sendar skriflega á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í gegnum síma 480-5500.
Tilkynningar um vinnu við hitaveitukerfið birtast bæði á vefsíðu og Facebook síðu sveitarfélagsins. Einnig munu þar koma tilkynningar um bilanir og áætlaðan tíma til lagfæringa.
Bilun getur verið í húskerfinu, ofnlokum eða öðrum stjórnbúnaði og þarf þá að kalla til pípara. Bilanir innanhúss eru nær alltaf á verksviði pípulagningameistara eða annarra fagmanna á sviði pípulagna.
Ef ljóst er að þrýstingur hefur fallið við inntak skal hafa samband við vaktsíma eða skrifstofu.
Mögulegt er að hreinsa þurfi síu í inntaki eftir viðgerðir og bilanir.
Til að koma í veg fyrir vatnstjón er gott að lesa yfir bækling frá mannvirkjastofnun: Verjumst vatnstjóni.
Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að hitaveitugrind og inntaki. Þetta getur skipt sköpum við að koma í veg fyrir vatnstjón.
Vegna brunahættu hvetjum við þig til að gæta varúðar og skrúfa ekki frá krönum við bilanir á hita- og vatnsveitu. Ef þeir gleymast opnir getur það valdið slysi og/eða tjóni þegar vatninu er hleypt aftur á. Vinsamlegast varaðu börnin þín við þessari hættu.
Fráveita
Fráveitan rekur fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borg og í Ásborgum ásamt því að fylgja eftir reglulegri losun rotþróa í sveitarfélaginu.
Allar rotþrær í sveitarfélaginu eru losaðar á þriggja ára fresti, sjá nánar um hreinsun rotþróa hér: Seyruhreinsun
Rafveita
RARIK sér um rafmagnstengingar í sveitarfélaginu. Húseigendum er bent á að hafa samband við RARIK varðandi heimtaug.
Gagnaveita
Míla rekur gagnaveitu í sveitarfélaginu. Í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt var lagður ljósleiðari að flestum lögbýlum í sveitarfélaginu. Gert var ráð fyrir tengingu við flest orlofshúsahverfi í þeirri vinnu. Húseigendum er bent á að hafa beint samband við Mílu varðandi möguleika á tengingu.