Fara í efni

Styrkir vegna heilsueflandi viðburða

Styrkir til félagasamtaka vegna heilsueflandi viðburða

Félagasamtök sem taka þátt í að skapa heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi með því að standa fyrir heilsueflandi viðburðum geta sótt um styrki fyrir framkvæmd viðburða. Verkefnin þurfa að styðja við þema ársins í heilsueflandi samfélagi og vera opin öllum í samfélaginu.

Styrkupphæð fer eftir umfangi verkefnis og til að tryggja góða þátttöku er æskilegt að viðburðir sem fá styrk séu auglýstir í fréttabréfi og á samfélagsmiðlum. Árlega eru 200 þúsund í þessum styrktarsjóði.

Styrkupphæðir:

  • 30 þúsund: utanumhald og framkvæmd viðburða t.d. kvennahlaupið. Tímalengd viðburðar: 2-3 klst.
  • 50 þúsund fyrir 3-4 klst. viðburð/námskeið með leiðbeinda eða kennslu
  • 100 þúsund fyrir stærri viðburð: 4-8 klst. yfir 2-3 daga, einnig með leiðbeinenda eða kennslu.

Rafrænt eyðublað til að sækja um styrkinn.

Þemu næstu tveggja ára eru:

  • 2023: Heilbrigðir lifnaðarhættir, öryggi og sjálfbærni
  • 2024: Hreyfing og útivera

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Ása, heilsu - og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps

Síðast uppfært 6. janúar 2023