Grunnskóladeild Kerhólsskóla
Í grunnskóladeild Kerhólsskóla eru nemendur í 1.-10. bekk.
Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.
Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kerhólsskóla.
Stoðþjónusta
Starfsfólk grunnskóladeildar Kerhólsskóla leitar sér sérfræðiaðstoðar hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Þeir sérfræðingar sem skólinn hefur aðgang að eru: félagsmálastjóri, teymisstjóri og kennsluráðgjafar, talmeinafræðingur, sálfræðingur, náms- og starfsráðgjafi.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Frístund í Kerhólsskóla
Frístundaheimilið er starfrækt af Kerhólsskóla og fylgir heildarstefnu hans.
Frístundaheimilið er fyrir börn í 1.-4. bekk Kerhólsskóla og er opin strax að loknum skóladegi og til 16:10 alla daga.
Gjaldskráin er eftirfarandi:
Hver klukkustund kostar 364.- kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn.
Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda leikskóladeildarinnar.
20% afsláttur er í boði fyrir einstæða foreldra.
20% afsláttur er í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
Lágmarksfjöldi barna verður að vera 3 börn á hverjum tíma til að frístundaheimili verði rekið.
Mötuneyti
Mötuneyti er rekið í Félagsheimilinu Borg og þjónustar það leik- og grunnskóladeild Kerhólsskóla, starfsmenn sveitarfélagsins, eldri borgara og aðra kostgangara í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Matseðlar eru gerðir fyrir hvern mánuð í senn og þeir settir á forsíðu heimasíðu skólans í upphafi hvers mánaðar.
Í mötuneytinu er lögð rík áhersla á ferskt, næringarríkt og fjölbreytt hráefni.
Mötuneytið er gjaldfrjálst fyrir börn í Kerhólsskóla.