Golfklúbbur Öndverðarness
Öndverðarnes er orlofsjörð Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Félags Iðn- og tæknigreina (FIT).
Golfklúbbur Öndverðaness var stofnaður 1974 af nokkrum félögum Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Múrarafélags Reykjavíkur.
Félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafn og þétt í gegnum árin og eru þeir nú um 550 talsins. Stöðugt hefur verið unnið að endurbótum á bæði golfvelli og aðstöðu, meðal annars var tekinn í notkun nýr golfskáli árið 1994 og viðbygging og endurbætur við hann árið 2010. Völlurinn varð 18 holur árið 2008.
Golfklúbburinn hefur verið aðili að GSÍ frá árinu 1998. Umsóknir um inngöngu í golfklúbbinn eru sendar á netfang klúbbsins.
Golfskálinn opnar daginn eftir vinnudag að vori og er að jafnaði opinn út september þegar skráning er á völlinn og aðstæður leyfa. Hann er opinn öllum gestum á svæðinu og þjónar jafnt kylfingum og sumarhúsagestum yfir sumarið. Yfir vetrarmánuðina er möguleiki á að leigja golfskálann til smærri veisluhalda og viðburða í samráði við staðarhaldara.
Formaður klúbbsins er Knútur G. Hauksson
Framkvæmdarstjóri klúbbsins er Sveinn Steindórsson
Netfang: gogolf@gogolf.is
Heimasíða: www.gogolf.is