Fara í efni

Snjómokstur og hálkuvarnir

Markmið Grímsnes- og Grafningshrepps varðandi snjómokstur og hálkuvarnir eru að tryggja öryggi og færð fyrir skólaakstur þannig að börn komist í skólann á réttum tíma, að lágmarka óþægindi íbúa og fyrirtækja af völdum snjós og ís og að auðvelda íbúum að sækja vinnu og skóla. Útboð Vegagerðarinnar og Grímsnes- og Grafningshrepps  á snjómokstri miðar við tímabilið 1. nóvember til 15. apríl ár hvert.

Að mokstri og hálkuvörnum loknum skulu vegir vera vel ökufærir fyrir vetrarbúnar bifreiðar og áferð yfirborðsins þannig að vegfarendum stafi ekki hætta af.

Mikilvægt er að þeim sem annast snjómokstur sé sýnd tillitssemi við störf sín. Þeir leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður, við að halda akstur- og gönguleiðum í sveitarfélaginu greiðfærum.

Ef íbúar vilja koma einhverju á framfæri varðandi snjómokstur eða hálkuvarnir þá er hægt að hringja í síma 480-5500 eða senda tölvupóst á netfangið: gogg@gogg.is

Viðmiðunarreglur um snjómokstur



Síðast uppfært 3. ágúst 2022
Getum við bætt efni síðunnar?