Meðhöndlun úrgangs
Um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi fer samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi, lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og öðrum reglugerðum settum með stoð í framangreindum lögum.
Markmið samþykktar um meðhöndlun úrgangs er
-að lágmarka það úrgangsmagn sem fer til förgunar með því að auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs
-að lágmarka kostnað samfélagsins við meðhöndlun úrgangs
-að kostnaður vegna úrgangs greiðist af þeim sem úrganginum veldur.
Síðast uppfært 8. janúar 2020