Ertu að flytja í sveitarfélagið?
Góð búsetuskilyrði eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Grímsnes- og Grafningshrepp og flutning í sveitarfélagið.
Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag í miðri Árnessýslu. Það varð til 1. júní 1998 við sameiningu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarfélagið liggur að Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp, Mosfellsbæ og Ölfusi.
Til Reykjavíkur eru um 70 km frá Borg í Grímsnesi.
Sveitarfélagið er 890 km2 að stærð og þar eru búsettir u.þ.b. 500 íbúar.
Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins eru í Stjórnsýsluhúsinu á Borg, símanúmer 480-5500.
Skóli
Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Í leikskóladeildinni eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeildinni eru nemendur í 1.-10. bekk.
Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar. Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.
Skólastjóri er Jóna Björg Jónsdóttir.
Heimasíða Kerhólsskóli
Íþróttahús
Á Borg við Stjórnsýsluhúsið og skólann er fullkominn íþróttasalur, tækjasalur og mjög góð sundlaug með gufu, rennibraut, tveimur heitum pottum og vaðlaug.
Sjá nánar undir: Íþróttamiðstöðin Borg
Lýðheilsu- og tómstundastyrkur
Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 5 - 18 ára og eldri borgurum 67 ára og eldri styrk til að stunda íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf. Meginreglan skal vera sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt.
Sjá nánar undir Lýðheilsu- og tómstundastyrkur.
Vinnuskóli
Í sveitarfélaginu er starfræktur vinnuskóli í sex vikur á sumrin fyrir 14 – 16 ára unglinga sem lögheimili eiga í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Framhaldsskólar
Nálægir framhaldsskólar eru Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni.
Skipulags- og byggingarmál
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sem sér um skipulags-, og byggingarmál fyrir eftirfarandi sveitarfélög: Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp, Skeiða-og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp og Ásahrepp.
Heimasíða Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita
Vatnsveita
Kalt vatn er að hluta til á vegum sveitarfélagsins. Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar undir vatnsveita.
Hitaveita
Heitt vatn er að hluta til á vegum sveitarfélagsins. Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar undir hitaveita.
Fráveita
Ef byggt er á Borg þá er hægt að tengjast fráveitu kerfi sveitarfélagsins, annars þarf að setja niður rotþró, sjá nánar undir fráveita.
Rafmagn
Sækja þarf um rafmagn til Rarik. Verðskrá um heimtaugar, dreifingu og flutning á raforku má sjá á heimasíðu Rarik.
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings
Uppsveitir Árnessýslu og Flóahreppur hafa sameinast um að reka sameiginlega skóla- og félagsþjónustu sem ber nafnið Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Skóla- og velferðarþjónustan Árnesþings er með aðsetur í Heilsugæslustöðinni í Laugarási, sími: 480-1180.
Heimasíða skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings
Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa.