Fara í efni

Sveitarstjóri

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps út kjörtímabilið 2022 til 2026 er Fjóla St. Kristinsdóttir.

Fjóla er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði, og vottaður fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa lokið kennsluréttindum á meistarastigi.

Starfsferill Fjólu er fjölbreyttur og býr hún yfir reynslu á sviði sveitarstjórnarmála en síðastliðin tvö ár gegndi Fjóla stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg 2022-2024 . Þar áður starfaði hún í tæp 7 ár hjá Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þá hefur hún unnið á velferðarsviði Árborgar og bar ábyrgð á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur Fjóla kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fjóla hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í margvíslegri sjálfboðavinnu.

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins ásamt því að framfylgja þeim ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur. Sveitarstjóri telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins, hefur prókúruumboð sveitarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda sveitarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði sveitarstjórnar.

Netfang sveitarstjóra er: fjola@gogg.is

Síðast uppfært 30. janúar 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?