Listasafn Árnesinga
Upphaf Listasafns Árnesinga má rekja til rausnarlegrar gjafar frú Bjarnveigar Bjarnadóttur og tveggja sona hennar, sem á tímabilinu 1963-1986 færðu Árnesingum liðlega sjötíu listaverk, eftir helstu listamenn þess tíma, það elsta frá árinu 1900 en flest önnur frá miðbiki síðustu aldar.
Til að byrja með var safnið hluti af Byggða- og listasafni Árnesinga og staðsett á Selfossi, en varð sjálfstæð stofnun árið 1994. Sjö árum síðar var safnið flutt í Hveragerði þar sem það er enn í dag.
Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni. Þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.
Listasafn Árnesinga
Austurmörk 2
810 Hveragerði
Heimasíða: Listasafn Árnesinga
Opnunartími: 12:00 - 18:00
Sumar: Alla daga 1. maí - 30. september
Vetur: Fim - sun 1. okt - 30. apríl - Lokað 17. des 2019 - 12. jan 2020