Þema ársins 2024 er Hreyfing og útivera
Árið 2024 er þemað okkar í heilsueflandi samfélagi Hreyfing og útivera og við leggjum áherlsu á verkefni tengd því.
Hreyfing og útivera hafa góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar og því til mikils að vinna með því að koma hreyfingu og útiveru inn í daglega rútínu fólks.
Það skiptir ekki öllu máli hvaða hreyfing verður fyrir valinu heldur skiptir meira máli að takmarka kyrrsetu. Regluleg hreyfing auðveldar fólki að takast á við dagsleg verkefni, hvílast betur og eykur líkurnar á að lifa lengur við betri lífsgæði.
Nýlega gaf embætti landlæknis út nýjar ráðleggingar um hreyfing fyrir ýmsa aldurshópa og gott að kynna sér þær þar sem að ráðleggingarnar eru aðeins breytilegar eftir aldursskeiði. Hér má finna hreyfiráðleggingar Embættis Landlæknis.
Þemu eftir árum:
2024 | Hreyfing og útivera |
2025 | Næring |
2026 | Geðrækt |
2027 | Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni |