Fróðleikur um Grímsnes- og Grafningshrepp
Flatarmál Grímsnes- og Grafningshrepps: 890 km2.
Fjöldi íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps september 2024: 602.
Fjöldi sumarhúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi eru u.þ.b. 3300.
Kynjaskipting aðalfulltrúa í nefndum Grímsnes- og Grafningshrepps mars 2023: 14 konur, 13 karlar.
Meðal stöðugildi hjá Grímsnes- og Grafningshreppi yfir árið 2022: 42,57.
Fjöldi samrekinna leik- og grunnskóla: 1 Kerhólsskóli
Fjöldi nemenda í samreknum leik- og grunnskóla haustið 2024: 26 í leikskóladeild og 57 í grunnskóladeild.
5 kirkjur eru í sveitarfélaginu: Búrfell byggð 1845, Mosfell byggð 1848, Úlfljótsvatnskirkja byggð 1914 og Stóru-Borgar kirkja byggð 1932 og Sólheimakirkja byggð 2005.
4 virkjanir eru í sveitarfélaginu: Ljósafossstöð hóf rekstur 1937, Írafossstöð hóf rekstur 1953, Steingrímsstöð hóf rekstur 1959 og Nesjavallavirkjun hóf rekstur 1990.
Í sveitarfélaginu eru starfrækt eftirfarandi félagasamtök: Hestamannafélagið Trausti, Ungmennafélagið Hvöt, Hjálparsveitin Tintron, Búnaðarfélag Grímsneshrepps, Lionsklúbburinn Skjaldbreiður, Kvenfélag Grímsneshrepps, Hrossaræktarfélagið Goði, Íþróttafélagið Gnýr, Skógræktarfélag Grímsnesinga, Hollvinir Grímsnes og Sauðfjárræktarfélagið Barmur.
Hengillinn er 803m.
Hrómundartindur er 561m.
Ingólfsfjall er 551m.
Búrfell er 534m.
Þrasaborgir eru 404m.
Hrólfshólar eru 333m.
Hestfjall er 317m.
Mosfell er 254m.
Bíldsfell er 222m.
Seyðishólar eru 210m.
Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni. Fyrsta Sogsbrúin var vígð 9. september 1905.
Apavatn er eitt af stærstu stöðuvötnum landsins, um 13,6 km² að flatarmáli. Hestvatn er 6,8 km2 og Úlfljótsvatn er 3,6 km2.
Heitt vatn er að finna í Haga, Reykjanesi, Kringlu, Sólheimum, Hömrum, Vatnsnesi, Ormsstöðum, Eyvík, Brjánsstöðum, Borg, Klausturhólum, Hæðarenda, Miðengi, Vaðnesi, Öndverðarnesi, Stóra-Hálsi og Nesjavöllum.
Fyrstu garðyrkjustöðvarnar í sveitarfélaginu voru stofnaðar annars vegar í Reykjalundi 1938 (lokað 1961) og hins vegar Hraunprýði á Nesjavöllum árið 1939 (lokað 1962). Í dag eru starfræktar þrjár stöðvar í sveitarfélaginu; Sólheimum, Ártanga og Hæðarenda.
Sími kom fyrst á sveitabæinn Kiðjaberg 20. september 1911.
Á Hæðarenda er framleidd öll kolsýra fyrir Ísland.
Fjárréttir sveitarfélagsins heita Kringlumýrarréttir, Klausturhólaréttir og Grafningsréttir.
Rauðamöl er að finna í Seyðishólum, Snæfoksstöðum, Miðengi, Öndverðarnesi og Hæðarenda.
Það er gefið út blað í sveitarfélaginu sem heitir Hvatarblaðið. Blaðið kemur út mánaðarlega og liggur frammi í Íþróttamiðstöðinni Borg og skrifstofu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að skoða það á heimasíðu sveitarfélagsins.
Það er frítt að auglýsa í Hvatarblaðinu og skila þarf inn efni fyrir 28. hvers mánaðar á linda@gogg.is