Fara í efni

Leikskóladeild Kerhólsskóla

Í leikskóladeild Kerhólsskóla eru nemendur frá 12 mánaða aldri.
Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.
Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kerhólsskóla.

Stoðþjónusta

Starfsfólk leikskóladeildar Kerhólsskóla leitar sér sérfræðiaðstoðar hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Þeir sérfræðingar sem skólinn hefur aðgang að eru: félagsmálastjóri, teymisstjóri og kennsluráðgjafar, talmeinafræðingur, sálfræðingur, náms- og starfsráðgjafi.
Nánari upplýsingar má finna hér. 

Gjaldskrá leikskóladeildar

Lágmarksvistun barna í leikskóladeild er 4 klukkustundir.
Systkinaafsláttur reiknast af grunngjaldi og er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn.
Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.
20% afsláttur er í boði fyrir einstæða foreldra.
20% afsláttur er í boði ef annað foreldri er í fullu námi en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma í leikskóla er kr. 700,- (gildir frá 1. október 2023)

4 klst. vistun   8.270 kr
4,5 klst. vistun   9.215 kr.
5 klst. vistun   10.339 kr.
5,5 klst. vistun   11.373 kr.
6 klst. vistun   12.407 kr.
6,5 klst. vistun   14.025 kr.
7 klst. vistun   15.642 kr.
7,5 klst. vistun   17.260 kr.
8. klst. vistun   18.879 kr.
8,5 klst. vistun   24.451 kr.
   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 16. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?