Fara í efni

Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Langar þig til að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp?
Í Grímsnes- og Grafningshreppi er mjög líflegt og barnvænt samfélag.

Grímsnes- og Grafningshreppur leggur áherslu á að styðja við íbúa með því að búa þeim bestu mögulegu skilyrði til velferðar og þroska þar sem áhersla er lögð á virðingu, traust og öryggi. Með þessum áherslum er Grímsnes- og Grafningshrepp sveitarfélag sem er eftirsóknarvert að búa í. Við bjóðum nýja íbúa velkomna og gerum okkar besta til taka vel á móti þeim.

Einn skóli er í sveitarfélaginu, Kerhólsskóli, sem er samrekin leik- og grunnskóli fyrir nemendur frá 12 mánaða aldri upp í 10. bekk. Í dag eru u.þ.b. 70 nemendur í skólanum. Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.

Í sveitarfélaginu er starfræktur fjöldi félagasamtaka og hægt að finna eitthvað fyrir alla, má þar nefna skógræktarfélag, leikfélag, ungmennafélag og margt fleira.

Frekari upplýsingar má finna á www.borgisveit.is.

Íbúðarhúsalóðir

Íbúðarhúsalóðir í nýju hverfi á Borg eru nú lausar til úthlutunar. Um er að ræða blandaða byggð með einbýlishúsum, par- og raðhúsum og minni fjölbýlishúsum. Á heildina litið er gert ráð fyrir 79 lóðum með 160-220 íbúðum, þar sem gert er ráð fyrir sveigjanleika til að fjölga eða fækka íbúðum í rað- og fjölbýli, upp að vissu marki.

Einnig eru lausar tvær lóðir í núverandi hverfi á Borg, Hraunbraut 1 og Hraunbraut 4.

Ekki er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum heldur eingöngu gatnagerðargjöld.

Hér fyrir neðan má finna lista yfir allar lausar lóðir og gatnagerðargjöldin ásamt umsóknareyðublaði.

Fylla þarf út umsóknareyðublað og undirrita það. Síðan þarf að koma með skjalið, senda það á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps eða senda með tölvupósti á gogg@gogg.is.

Umsóknum um íbúðarhúsalóðir verða afgreiddar á næsta sveitarstjórnarfundi en þurfa að berast næsta föstudag fyrir fund.

Hægt er að sækja um lóðir á eyðublaði sem finna má hér.

Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar. Gatnagerðargjöld reiknuð m.v. verðgrunn fyrir gatnagerðargjöld í september 2024, 301.052 kr. Gatnagerðargjöld taka breytingum eftir breytingu á verðgrunni.

Staður Gerð Heildarfjöldi íbúða Leyfilegt hámarksbyggingarmagn Samtals gatnagerðargjöld á lóð í kr.
Borgartún 1 Fjölbýli 9-25 1614,6 29.164.714
Lækjartún 3 Einbýli 1 222,3 7.027.005
Lækjartún 4 Einbýli 1 222,3 7.027.005
Lækjartún 5 Einbýli 1 224,1 7.083.904
Lækjartún 6 Einbýli 1 216,9 6.856.309
Hraunbraut 1 Einbýli 1 550,1 17.390.178

 

Hér má finna deiliskipulagsuppdrátt svæðisins.

Hér má finna deiliskipulagsskilmála svæðisins.

Deiliskipulag núverandi þéttbýlis á Borg.

Greinargerð með núverandi deiliskipulagi á Borg

Frekari upplýsingar um lausar íbúðarhúsalóðir má finna á www.borgisveit.is.

Lausar lóðir á athafnasvæði við Sólheimaveg

Um er að ræða nýtt 52 lóða athafnasvæði hefur verið skipulagt við Sólheimaveg, rétt suður af Borg. Þar er gert ráð fyrir hreinlegum léttum iðnaði og ýmiss konar rekstri. Uppbyggingu svæðisins verður skipt upp í áfanga, til að stuðla að hagkvæmni og heildaryfirbragði byggðarinnar.

Lóðirnar eru leigulóðir. Á svæðinu er rafmagn, hitaveita, vatnsveita og ljósleiðari. Fráveita er á höndum lóðarhafa með rotþró.

Á svæðinu eru ýmsir möguleikar til atvinnureksturs, í næsta nágrenni við ört stækkandi byggðakjarna á Borg í Grímsnesi og í miðri stærstu frístundahúsabyggð landsins.

Eftirfarandi lóðir eru í boði ásamt lágmarksverði:

Heiti lóðar Verð
Borgargil 8 10.706.469 kr
Borgargil 10 11.883.501 kr
Borgargil 12 11.883.501 kr
Borgargil 14 11.883.501 kr
Borgargil 16 11.883.501 kr
Borgargil 18 16.806.666 kr
Borgargil 20 14.939.259 kr
Borgargil 22 14.939.259 kr
Borgargil 24 14.939.259 kr

 

Hægt er að sækja um lóðir á eyðublaði sem finna má hér.

Hér má finna deiliskipulagsuppdrátt svæðisins.

Hér má finna deiliskipulagsskilmála svæðisins.

Lóðir á miðsvæði

Allar upplýsingar um lóðir á miðsvæði má finna á síðunni www.borgisveit.is

Lóðaleiga

Lóðir á Borg í Grímsnesi eru leigulóðir og er árleg lóðarleiga á Borgarsvæði 1% af lóðarmati. Lóðarmat má nálgast á fasteignaskrá, sjá hér.

Athafnalóðir við Sólheimaveg eru leigulóðir.

Tengi- og heimæðagjöld

Tengi- og heimæðagjöld eru innheimt sérstaklega og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi. Vatnsveita, hitaveita og fráveita eru á vegum sveitarfélagsins en RARIK sér um rafmagn. Míla sér um ljósleiðara.

Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá RARIK.

Deiliskipulag, reglugerðir og gjaldskrár

Deiliskipulag þéttbýlisins á Borg.

Greinargerð með deiliskipulagi á Borg

Samþykkt um gatnagerðargjöld.

Reglur um úthlutun lóða

Umsóknareyðublað fyrir lóðir

Álagningarseðill.

Síðast uppfært 14. nóvember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?