Fara í efni

Skólastefna

Grímsnes- og Grafningshreppur starfrækir einn sameinaðan leik- og grunnskóla, Kerhólsskóla á Borg, fyrir nemendur frá 12 mánaða aldri og upp í 10. bekk.

Gildi Kerhólsskóla „Gleði, jákvæðni og virðing“ eru lögð til grundvallar í skólastarfinu.
Í Kerhólsskóla er inngildandi skólastarf, skóli margbreytileikans, og tekur námshvatning mið af þroska hvers einstaklings. Gott samstarf er milli leik- og grunnskóladeildar. Samkennsla árganga, Grænfánastarf, útinám, árshátíðarundirbúningur og nemendaferðir einkenna og setja svip á skólastarfið. Kerhólsskóli tekur þátt í stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi samfélag. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og listsköpun. Í leikskóladeildinni er meðal annars starfað eftir hugmyndafræði Mihaly Csikszentmihalyi um flæði og læra börn að mestu í gegnum leikinn.

Síðast uppfært 13. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?