Íþróttafélagið Gnýr
Íþróttafélagið Gnýr á Sólheimum hóf starf sitt formlega 30. júní 1983.
Formaður félagsins er María Kristjánsdóttir Jacobssen og eru allir íbúar Sólheima, fatlaðir sem ófatlaðir félagar. Það er um 15 manna hópur virkur hverju sinni. Þar er aðallega æft Boccia og tekið þátt í flestum íþróttamótum Íþróttasambands fatlaðra og HSK, bæði einstaklings og liðakeppnum. Jafnframt er haldið vinamót árlega með íþróttafélaginu Suðra Selfossi og er það haldið til skiptis á Selfossi og Sólheimum.
Síðast uppfært 25. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?