Loftsslagsstefna
Grímsnes- og Grafningshreppur vill vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagsmálum. Sveitarfélagið getur gert fjölmargt til að ná því markmiði.
Með markvissum aðgerðum í sorpmálum, umhverfismálum og með því að minnka eigin kolefnisspor er hægt að hafa mikil áhrif á framtíð íbúa sveitarfélagsins, markmiða Íslands og áhrifa okkar á jörðina. Loftslagsstefna sveitarfélagsins er liður í þeirri vegferð. Stefnan er sett fram í samræmi við 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál. Samkvæmt henni ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
Tilgangur loftslagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps er að draga úr heildaráhrifum loftslagsbreytinga á samfélagið.