Fara í efni

Heilbrigðiseftirlit og dýrahald

Heilbrigðiseftirlit
Rekstur heilbrigðiseftirlits er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Grímsnes- og Grafningshreppur er aðili að Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, skammstafað (HES), sem er byggðasamlag 14 sveitarfélaga á Suðurlandi.
Hlutverk HES er að fara með heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, matvælaeftirlit og eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum. Heilbrigðisnefnd, eða embætti heilbrigðiseftirlits í hennar umboði, gefur út starfsleyfi fyrir allan starfsleyfisskyldan atvinnurekstur og sinnir reglubundnu eftirliti með honum. Heilbrigðiseftirlit sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og íbúa er snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis. 
Á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurlands má fletta upp öllum starfsleyfum sem eru í gildi á svæðinu:
Starfsleyfi í gildi

Dýrahald
Í sveitarfélaginu er í gildi samþykkt um hundahald. Hér til hægri má nálgast samþykktina í heild sinni en í samþykktinni kemur m.a. fram að hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi sé háð eftirfarandi skilyrðum:
-Eigandi hunds skal láta örmerkja hund sinn hjá dýralækni og skrá hann á skrifstofu sveitarfélagsins.
-Eigendur hunda skulu hafa hunda sína ábyrgðatryggða hjá viðurkenndu tryggingarfélagi vegna tjóns sem hundarnir kunna að valda. Fyrir 31. desember ár hvert skal leggja fram staðfestingu þess að tryggingin sé í fullu gildi.
-Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skólahús, opinberar byggingar, matvöruverlsanir eða aðra staði þar sem matvæli eru höfð um hönd. Á almannafæri (skipulagt þéttbýli) er leyfishafa skylt að fjarlægja saur eftir hund/a sína á tryggilegan hátt.
-Hundaeigandi ber ábyrgð á því að hundur hans raski ekki ró íbúa sveitarfélagsins og sé hvorki þeim né öðrum sem um sveitarfélagið fara til óþæginda með tilliti til hávaða, óþrifnaðar, eyðileggingar verðmæta eða slysahættu.
-Ef sótt er um leyfi til að halda hund í íbúð í fjöleignarhúsi skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama inngangi, stigagangi eða öðru sameiginlegu húsrými fylgja umsókninni, sbr. 41. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
-Hundaeiganda ber að öðru leyti að fara að lögum og reglum er hundahald varðar s.s. reglur um árlega hreinsun hunda og reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Fyrir 31. desember ár hvert skal leggja fram staðfestingu á því að hundur hafi verið hreinsaður en ef það bregst getur sveitarstjórn látið hreinsa hundinn á kostnað eigandans.
-Hundar á lögbýlum mega ganga frjálsir á landareign eigenda sinna. Að öðru leyti skulu slíkir  hundar háðir ákvæðum þessarar samþykktar.

Síðast uppfært 25. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?