Frisbígolf á Úlfljótsvatni
Frisbígolf er skemmtileg almenningsíþrótt sem allir geta spilað. Leikurinn er leikinn á svipaðan hátt og golf nema með frisbídisk í stað kylfa og bolta. Víða um land er búið að koma upp flottum völlum sem eru opnir öllum endurgjaldslaust.
Við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni er skemmtilegur 10 körfu völlur sem liggur um fjölbreytt landslag. Þetta er elsti völlur landsins en hann var settur upp sumarið 2002. Fyrri hluti vallarins er inni á tjaldsvæðinu en seinni hlutinn liggur meðfram fallegum læk. Fyrsta holan er við aðalhliðið inn á tjaldsvæðið og síðasta holan endar þar rétthjá. Mögulegt er að leigja diska í þjónustumiðstöðinni þegar hún er opin. Hægt er að nota völlinn allan ársins hring og ekki þarf að bóka tíma.
Hér má finna kort af vellinum ásamt skorkorti til útprentunar.