17. júní á Sólheimum
19.06.2023
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, var haldinn á Sólheimum þetta árið í blíðskaparveðri. Anna Katarzyna Wozniczka formaður atvinnu og menningarnefndar bauð fólk velkomið, Reynir Pétur Steinunnarson og María Jacobsen íbúar á Sólheimum fluttu hátíðarræðu ásamt Pétri Thomsen og fjallkonan var á sínum stað og í þetta sinn var það Hugdís Erla Jóhannsdóttir sem sinnti því hlutverki. Hvatningarverðlaun Heilsueflandi samfélags fengu félagar í Blakliði Hvatar sem hafa verið mjög duglegar að rækta eigin heilsu í vetur, innan vallar sem utan.
Að ræðuhöldum loknum var boðið upp á andlitsmálningu, hoppukastala og önnur útileikföng. Og að lokum spiluðu Maggi Kjartans og félagar nokkur lög í blíðunni.
Síðast uppfært 19. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?