Fara í efni

60 plús í Skálholti

Heilsueflandi Uppsveitir í samstarfi með Heilsugæslunni í Laugarási (HSU) bíður eldri borgara félögum/60 plús íbúum í uppsveitunum til kaffisamsætis í Skálholti miðvikudaginn 6. Apríl kl. 13:30-15:30.
Þema ársins hjá heilsueflandi samfélögum í uppsveitunum er andleg líðan og félagsleg virkni og langar okkur í tilefni þess að til að hitta eldri borgara félögin og fagna því að það er vor í lofti.
Dagskrá: megin atriðið er að hittast og spjalla: Maður er manns gaman.
- Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri og Jóhanna Valgeirsdóttir hjúkrunarstjóri bjóða fólk velkomin og verða með stutta kynningu.
- Veitingar: kaffi/te, kleinur, Hjónabandssæla og niðurskornir ávextir og grænmeti ásamt kolsýrðu vatni (Hollt og gott úr sveitinni)
-Nýji presturinn í Skálholti, Dagur Fannar Magnússon, kemur og kynnir sig
- Spjallað og höfum gaman saman
- Óskalagaþátturinn: farið verður út í kirkju og þar verður samsöngur með Jóni Bjarnasyni organista. Það má gjarnan senda inn óskalög.
Við hlökkum til að sjá sem flesta 60 plús sem búa í uppsveitunum.
Verið velkomin.
Síðast uppfært 29. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?