Auglýsing um tillögu að nýju aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Innan aðalskipulags er lögð fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu á skipulagstímanum. Við gildistöku nýs aðalskipulags mun gildandi aðalskipulag ásamt síðari breytingum falla úr gildi.
Með nýrri aðalskipulagsáætlun er lögð fram skipulagsgreinargerð, sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur sem tekur til afréttar ásamt þéttbýlisuppdráttum sem taka til þéttbýlisins að Borg og Sólheima.
Að auki er lögð fram forsendu og umhverfisskýrsla, flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining landbúnaðarsvæða L1-L3 auk uppdrátta sem taka til verndarsvæða, vega í náttúru Íslands, vistgerða og minja samkvæmt aðalskráningu fornminja.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.gogg.is/ .
Mál innan auglýsingar eru auglýst frá 23. febrúar 2022 til og með 7. apríl 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is .