Afkastamikill kurlari á ferðinni um landið í apríl-maí
Í vor verður öflugur viðarkurlari á ferðinni um landið eins og undanfarin ár. Sveinn Ingimarsson verktaki úr Fljótsdal á Austurlandi mun sjá um kurlun í verktöku. Kurlarinn er afar afkastamikill og getur afkastað tugum rúmmetra af kurli á klukkustund ef kurlefnið er aðgengilegt og snyrtilega upp raðað. Kurlarinn getur kurlað svera trjáboli sem og greinar af öllum stærðum og gerðum.
Svo verkið gangi sem best er mikilvægt að efnið sé laust við alla aðskotahluti s.s. mold, annan garðaúrgang, grjót, járn og annað sem getur skemmt kurlarann. Hér til hægri er dæmi um gott aðgengi og skipulag á kurlefni.
Best er að kurlarinn getur staðið traustu undirlagi, á vegi eða plani sem ber dráttarvél og kurlara en kurlarinn er 17 tonn að þyngd. Að greina- eða viðarstæðan sé aðgengileg svo hægt sé að nota kranann sem er á kurlaranum til að raða inn í vélina. Gott er að flokka trjáboli og sverar greinar frá og kurla sérstaklega ef á að búa til úrvals viðarkurl.
Hægt er að hafa samband við skógarverði í hverjum landshluta og óska eftir kurlun. En þeir munu skipuleggja ferðir kurlarans.
Verðið á kurlara, dráttarvél og mann er klukkustund er 25.775 kr án vsk, en kurlarinn getur eins og áður sagði afkastað miklu magni af greinum og trjábolum á hverri klukkustund svo verð pr rúmmeter af kurli er ekki hár. Rukkað er einnig fyrir milliferðir dráttarvélar 17775 kr án vsk.
Skógarvörðurinn á Austurlandi – Þór Þorfinnsson thor@skogur.is s. 8923535
Skógarvörðurinn á Norðurlandi – Rúnar Ísleifsson runar@skogur.is s. 8963112
Skógarvörðurinn á Suðurlandi – Trausti Jóhannsson trausti@skogur.is s. 8658770
Skógarvörðurinn á Vesturlandi – Jón Auðunn Bogason jonaudunn@skogur.is s. 860 4924