Fara í efni

Áhrif vegna covid-19

Farið er reglulega yfir stöðu mála varðandi Covid-19 og lagðar fram viðbragðsáætlanir fyrir innra starf og þjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Stjórnendur munu halda reglulega fjarfundi um stöðu mála. Komi til útbreiðslu smita á svæðinu eða þess að starfsfólk lendi í sóttkví, getur áætlunum verið breytt með skömmum fyrirvara. 

Áhrif hertra sóttvarnaaðgerða á starfsemi Grímsnes- og Grafningshrepps 25. mars 2021
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu tóku gildi á miðnætti í gærkvöldi. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð.

-Leikskóladeild Kerhólsskóla:
Óbreytt skólastarf. Nánari upplýsingar um tilhögun koma frá stjórnendum leikskóla.

-Grunnskóladeild Kerhólsskóla:
Allir grunnskólar sveitarfélagsins eru lokaðir frá miðnætti í gær til og með 31. mars.

-Frístundastarf:
Frístundaheimili, félagsmiðstöð og frístundaklúbbur verða lokuð frá miðnætti í gær til og með 31. mars.

-Íþróttamiðstöðin Borg:
Lokað frá miðnætti í gær til og með 15. apríl.

-Gámasvæðið Seyðishólum:
Afgreiðslutími Gámasvæðisins á Seyðishólum er hefðbundinn en starfsmenn aðstoða ekki notendur og halda fjarlægðarmörk.

-Áhaldahús:
Verið er að vinna hefðbundin verk en starfsmönnum hefur verið skipt upp.

-Skrifstofa sveitarfélagsins:
Lokuð til og með 15. apríl.

Frekari upplýsingar um tímabundnar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.

Síðast uppfært 25. mars 2021
Getum við bætt efni síðunnar?