Fara í efni

Ákall Gullna hringborðsins

Nýr samráðsvettvangur um þróun ferðaþjónustu sem tengist Gullna hringnum, Gullna hringborðið tók til starfa eftir fyrsta fundinn sem haldinn var á Þingvöllum þann 23. nóvember 2022. Þar komu saman fulltrúar opinberra stofnana sem fara með málefni tengd Gullna hringnum þ.e. fulltrúar frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti, Umhverfisstofnun, Þingvallaþjóðgarði, Vegagerðinni, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Hrunamannahreppi ásamt ráðgjafa frá RATA sem leiddi samtalið. Í framhaldi af fundinum hefur vinnuhópur starfað og á næstunni verða fleiri hagaðilar kallaðir að borðinu til samtals.

Grunnhugmyndin að Gullna hringborðinu varð til í tengslum við verkefnið Álagsstýring á ferðamannastöðum á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis 2021, sem styður við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Eins tengist það verkefninu Vörðu (www.varda.is).

Útkoma funda sem haldinn hefur verið af Gullna hringborðinu er Ákall Gullna hringborðsins til ríkisins og ráðamanna en þar eru eftirtalin atriði talin mikilvægust til að byrja með: aðgerðaráætlun strax, vegakerfi og samgöngur, öryggi, landvarsla, innviðir, álagsstýring og spretthópur. Ákallið var afhent og sent til þingmanna og ráðherra í febrúar en einnig má finna ákallið hér.

Staðan er alvarleg og Gullna hringborðið kallar eftir auknu breiðu samtali um viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna á Gullna hringnum á næstu árum. Það er mat Gullna hringborðsins að litlum árangri verður náð nema við tökumst á við þetta verkefni öll saman.

Síðast uppfært 6. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?