Álagning fasteignagjalda 2023
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur lokið upphafsálagningu fasteignagjalda fyrir árið 2023, ekki eru sendir út greiðsluseðlar né álagningarseðlar í bréfapósti. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka greiðanda undir rafrænum skjölum og álagningarseðlarnir eru aðgengilegir inn á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Þessar birtingar koma í stað þess að tilkynningar séu sendar út með hefðbundnum bréfapósti. Hægt er að óska eftir álagningarseðli og greiðsluseðli í bréfapósti með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-5500 eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is
Fasteignaskattur A, 0,46% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og frístundahús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Við vekjum athygli á að tekjumörk vegna afsláttar ársins 2023 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga Tekjur hjóna Niðurfelling
Allt að 3.974.250 Allt að 5.979.750 100%
Milli 3.974.251 – 4.641.000 Milli 5.979.751 – 6.877.500 75%
Milli 4.641.001 – 5.302.500 Milli 6.877.501 – 7.791.000 50%
Milli 5.302.501 – 5.964.000 Milli 7.791.001 – 8.694.000 25%
Ekki verður veittur staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 8 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. október.