Árnes- og Rangárvallasýslur Bólusetningar / Vaccinations
15.02.2022
Hætt verður að boða í Covid 19 bólusetningar, en boðið verður upp á bólusetningar reglulega í opnu húsi.
Einstaklingar eru beðnir um að fylgjast sjálfir með því hvenær tími er kominn á skammt nr. 2 ( eftir 3-5 vikur) eða skammt nr. 3 í örvunarbólusetningu og mæta í opið hús í Félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi
Næsta opna hús er auglýst inni á hsu.is undir appelsínugula covid-flipanum
Örvunarbólusetning (bólusetning nr.3):
- Einungis fyrir 16 ára og eldri þegar liðnir eru að lágmarki 4 mánuðir frá bólusetningu nr. 2
Í opið hús geta mætt:
- Allir sem eru óbólusettir 12 ára og eldri (viðkomandi verður að vera orðin 12. ára). Börn þurfa að mæta í fylgd með forráðamanni (eða þá einhverjum eldri en 18 ára og með umboð frá forráðamönnum)
- Allir sem vilja fá örvunarskammt (bólusetningu nr. 3) og eru komnir með að lágmarki 4 mánuði frá bólusetningu nr. 2
- Þeir sem eiga eftir að fá skammt nr. 2 með pfizer og hafa ekki geta mætt í áður boðaða tíma
- Þeir sem eiga eftir að fá pfizer sem örvunarskammt eftir Jansen bólusetningu
- Þeir sem hafa fengið covid eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við sína heilsugæslu og fá upplýsingar um hvenær timi er kominn á örvunarskammt.
Athugið:
- Að minnsta kosti ½ mánuður verður að líða á milli covid bólusetningar og annara bólusetninga eins og t.d. inflúensubólusetningar
- Hér mæta ekki börn yngri en 12 ára, þau þurfa barna-Pfizer skammt
Síðast uppfært 15. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?