AUGLÝSING UM ALÚTBOÐ
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir þátttakendum
til að taka þátt í opnu alútboði, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á
íþróttamiðstöðinni á Borg í Grímsnesi. Farið verður yfir allar umsóknir og
hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja
fram með umsókn sinni.
Fyrirhuguð er stækkun á núverandi íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi.
Nýbygging skal vera á tveimur hæðum, annarsvegar íþróttasalur á neðri
hæð þar sem hægt verður að stunda almennar æfingar og hinsvegar
skrifstofurými á efri hæð hússins.
Heildarstærð íþróttamiðstöðvar verður um 590 m2.
Verkkaupi hefur sett byggingunni og starfsemi hennar sjálfbærnimarkmið sem mikilvægt er að fylgja eftir. Lögð er megináhersla á að
verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt. Alútboð þetta nær yfir
verkfræðihönnun og reisingu hússins. Verkkaupi mun ráða arkitekt til
verksins.
Heiti verkefnisins er: Íþróttamannvirki – Borg í Grímsnesi.
Helstu verkþættir eru:
• Verkfræðihönnun húss
• Byggingarleyfisumsókn
• Jarðvinna
• Undirstöður, burðarvirki og ytra byrði
• Frágangur utanhúss
• Frágangur innanhúss, þ.m.t íþróttagólfs og uppsetning á
föstum búnaði
• Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa
• Frágangur lóðar
Tengiliður verkkaupa mun afhenda alútboðsgögn að ósk umsækjanda í
gegnum tölvupóst, ragnar@gogg.is. Gefa skal upp nafn, heimilisfang,
síma og netfang og verða gögnin afhent umsækjenda þriðjudaginn 22.
febrúar 2022. Skilafrestur tilboðs er 30. mars 2022, klukkan 12.00.
Ekki er hægt að skila inn umsókn eftir að uppgefinn umsóknarfrestur er
útrunninn.
Upphaf framkvæmda:
Framkvæmd hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið
tilboði bjóðanda.
Lok framkvæmda: 15. júní 2023