Auglýsing um skipulagsmál
Auglýsing um skipulagsmál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Auglýsing um skipulagsmál 14. júlí 2021.
Sveitarstjórn vill vekja athygli á máli númer 4 í auglýsingunni:
4. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki á fundi sínum þann 7. júlí 2021 að auglýsa til kynningar heildar endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Framlögð gögn til kynningar er greinargerð aðalskipulags, forsendu- og umhverfisskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur af Grímsnesafrétti og þéttbýlisuppdrættir ásamt skýringauppdráttum sem taka til vega í náttúru Íslands, flokkun landbúnaðarlands, vistgerðarkorta, verndarsvæða og minja. Kynningargögn má nálgast rafrænt á meðfylgjandi hlekk og á heimasíðu UTU og sveitarfélagsins.