Auglýst útboð - Íþróttamannvirki – Borg í Grímsnesi, forval
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir þátttakendum í forvali til að taka þátt í lokuðu alútboði vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íþróttamiðstöðinni á Borg í Grímsnesi. Farið verður yfir allar umsóknir og hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja fram með umsókn sinni.
Fyrirhuguð er stækkun á núverandi íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi. Nýbygging skal vera á tveimur hæðum, annarsvegar íþróttasalur á neðri hæð þar sem hægt verður að stunda líkamsrækt og hinsvegar skrifstofurými á efri hæð hússins.
Heildarstærð íþróttamiðstöðvar verður um 590 m2.
Verkkaupi hefur sett byggingunni og starfsemi hennar sjálfbærnimarkmið sem mikilvægt er að fylgja eftir. Lögð er megináhersla á að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt.
Alútboð þetta nær yfir verkfræðihönnun og reisingu hússins. Verkkaupi mun ráða arkitekt til verksins.
Heiti verkefnisins er: Íþróttamannvirki – Borg í Grímsnesi
Helstu verkþættir eru:
- Verkfræðihönnun húss
- Byggingarleyfisumsókn
- Jarðvinna
- Undirstöður, burðarvirki og ytra byrði
- Frágangur utanhúss,
- Frágangur innanhúss, þ.m.t. íþróttagólfs og uppsetning á föstum búnaði
- Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa
- Frágangur lóðar
Tengiliður verkkaupa mun afhenda forvalsgögn að ósk umsækjanda í gegnum tölvupóst, ragnar@gogg.is. Gögnin verða afhent þriðjudaginn 5. október 2021.
Umsókn ásamt umbeðnum gögnum sem talin eru upp í forvalsgögnum skal skila með tölvupósti fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 19. október 2021. Ekki er hægt að skila inn umsókn eftir að uppgefinn umsóknarfrestur er útrunninn.