BMX námskeið á Borg
23.06.2023
Í gær stóð Ungmennafélagið Hvöt fyrir BMX námskeiði með BMX brós. Námskeiðið var fyrir krakka á grunnskólaaldri, var vel sótt og krakkarnir stóðu sig mjög vel. Að námskeiði loknu voru BMX brós með sýningu og allir fengu grillaðar pylsur og safa.
Heyrst hefur að BMX brós verði aftur á ferðinni í sveitarfélaginu á Grímsævintýrum í ágúst þannig að áhugasamir geta farið að láta sig hlakka til.
Síðast uppfært 23. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?