Bókasafn Grímsnes- og Grafningshrepps
Nú hefur bókasafnið sem bar heitið Bókasafn Kerhólsskóla verið flutt í stærra rými og því breytt úr skólabókasafni yfir í samsteypusafn sem ætlað er að þjónusta nemendur Kerhólsskóla og aðra íbúa sveitarfélagsins. Hafin er skráning í bókasafnskerfið Gegni á skáldsögum og öðru efni sem til var frá fyrri tíð auk nýrra titla. Safnið hefur því fengið nýtt nafn, Bókasafn Grímsnes og Grafningshrepps. Til þess að byrja með verða opnunartímar safnins eins og segir í töflunni sem hér fylgir. Opnunartímar gætu breyst eitthvað á meðan að verið er að meta þjónustuþörfina, svo endilega fylgist með í Hvatarblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þeir verða auglýstir.
Til útskýringar er bent á að græni liturinn táknar að safnið sé opið öllum, bæði nemendum og íbúum en rauði liturinn táknar að safnið sé frátekið fyrir ákveðna hópa eða starfsemi. Guli liturinn táknar að kanna megi hvort starfsmaður er til taks á safninu eða hvort það er frátekið fyrir ákveðna starfsemi.
Vonandi gefst sem flestum tækifæri til þess að nýta sér þjónustu safnsins. Endilega komið á framfæri hugmyndum um það hvernig þið sjáið fyrir ykkur að safnið myndi þjóna ykkur best.
Eldri borgarar eru hvattir til þess að nýta sér það að kíkja við á safninu á mánudögum og fimmtudögum áður en þeir fara og fá sér að borða í hádeginu og svo er kjörið fyrir foreldra að koma við um leið og þeir sækja börnin í leikskólann eða í frístundina.