Borgaðu þegar hent er hraðallinn hálfnaður
Líkt og áður hefur verið sagt frá þá tekur Grímsnes- og Grafningshreppur þessar vikurnar, ásamt Ísafjarðarbæ, þátt í sérstökum Borgað þegar hent er hraðli, sem er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Verkefninu miðar vel áfram og áætlar sveitarfélagið að fara þá leið sem verkfræðistofan Efla mælir með: hin svokallaða rýmisleið.
Við erum nú þegar ríflega hálfnuð með hraðalinn og ætlum okkur að vera klár og tilbúin um næstu áramót á tilsettum tíma.
Sveitarfélagið hefur undanfarin ári unnið ötullega að ýmsum úrbótum í þágu úrgangsmála og má segja að það skili sér í þessu verkefni.
Áætlað er að innleiða breyttar aðferðir við innheimtu á úrgangi.
Á næstu vikum munu þær breytingar verða kynntar fyrir fasteignaeigendum í sveitarfélaginu.