Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020 - 2032
13.10.2021
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps boðar til fundar vegna endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. október í Félagsheimilinu Borg.
Húsið opnar klukkan 19:30 og áætlað er að fundinum ljúki klukkan 21:30.
Fundardagskrá er eftirfarandi:
- Kynning frá Gísla Gíslasyni skipulagsráðgjafa hjá EFLU um aðalskipulagið
- Umræður um tillögu að nýju aðalskipulagi
Að lokum gefst íbúum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að ræða við skipulagsráðgjafa og vinnuhópinn, sem samanstendur af sveitarstjórn og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, um einstök atriði í endurskoðun aðalskipulagsins.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða helstu viðfangsefni og áherslur sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi.
Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020 (arcgis.com)
Síðast uppfært 13. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?