Kerhólsskóli óskar eftir að ráða skólaliða
28.08.2019
Kerhólsskóli óskar eftir að ráða skólaliða
Um er að ræða tímabundna ráðningu vegna veikinda í 50-60% stöðuhlutfall.
- Skólaliði sér um gæslu í frímínútum og þrif á skólahúsnæðinu.
Vænst er af umsækjanda:
- Sveigjanleika og góðrar færni í samskiptum.
- Sjálfstæði og skipulagðra vinnubragða.
- Góðrar íslenskukunnáttu.
- Framtakssemi og jákvæðni.
- Vilja til að gera góðan skóla betri.
Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.
Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.
Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri og Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 480-5520, 863-0463, 695-7110. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra jonabjorg@kerholsskoli.is
Síðast uppfært 28. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?