Íþróttahús á Borg
Að undangengnu útboði hefur verið samið við EFLU um deilihönnun á viðbyggingu á íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnesi. Ekkert tilboð barst í verkið í alútboði og var því tekin ákvörðun um að skipta upp verkinu. Hönnunarstjórn verður í höndum Arkís og aðstoð verkkaupa á verktíma í höndum Verkís.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl 2023 og að byggingin verði tekin í notkun í júlí 2024.
Viðbyggingin verður tæplega 700 fermetrar á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir líkamsræktarsal með aukinni lofthæð og stoðrýmum fyrir þá starfsemi, t.a.m. aðstaða fyrir íþróttakennara og sjúkraþjálfara ásamt búningsklefa fatlaðra. Á efri hæðinni er gert ráð fyrir skrifstofum.
Búið er að halda íbúafund varðandi verkefnið ásamt því að hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu komu að vinnunni. Reynt var að koma þeim tillögum fyrir eins í lokahönnun hússins.
Kröfur voru í hönnun um að aðgengi væri fyrir alla ásamt möguleika á opnun utan opnunartíma sundlaugar.
Markmið með viðbyggingunni er að auka lífsgæði íbúa og annarra sem hafa áhuga á að stunda líkamsrækt innandyra í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að hægt sé að vera með hóptíma í salnum.