Fáðu þér G-vítamín!
Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund um allt land!
G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eða
bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
Hægt verður að sjá lista yfir þær sundlaugar sem taka þátt hér: gvitamin.is/sund
Um G-vítamín á þorra:
Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar út lífið. Rétt eins og með líkamlega
heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í
geðrækt. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er
ætlað að bæta geðheilsu. Það eina sem þarf að gera er að taka þátt og nýta sér
G-vítamínið, sem er ókeypis og án aukaverkana!
G-vítamín dagsins: Hreyfðu þig daglega
Tímarnir hafa breyst. Kyrrseta er orðin algengari en áður en á sama tíma hafa hraði og
streita aukist. Þess vegna hefur hreyfing aldrei verið mikilvægari. Ef þú hreyfir þig
reglulega, minnkar streita og spenna og lífsgæðin aukast. Leyfðu árstíðunum að hafa áhrif
á val þitt. Ekki ætla þér um of og hikaðu ekki við að biðja um leiðbeiningar eða aðstoð.
Hreyfðu þig með öðrum eins oft og þú getur. Notaðu tónlist, ef þér finnst hún hvetja þig
áfram eða hjálpa þér að slaka á. Finndu þann tíma sem hentar best og mundu eftir
mikilvægi öndunar meðan á hreyfingunni stendur. Virtu líkama þinn, ekki festast í að
breyta honum með ytri viðmið að leiðarljósi, einblíndu frekar á hið innra. Rannsóknir hafa
sýnt að hreyfing vinnur með geðheilsu.
G-vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og
Þórdísar Rúnarsdóttur.
Við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta
Allar frekari upplýsingar veita:
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, grimur@gedhjalp.is og í síma 777 6666
Ásta Briem, verkefnastjóri G-vítamíns, asta@gedhjalp.is og í síma 695 9377