Fara í efni

Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi.

Félagsþjónustan er rekin í samstarfi fimm sveitarfélaga í Árnessýslu en þau eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Samstarf er á milli þessara sveitarfélaga auk Hveragerðisbæjar og sveitarfélagsins Ölfus um rekstur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og er Félagsþjónustan í Laugarási faglegur hluti þeirrar starfsemi. Einn forstöðumaður er yfir faglegu starfi og ráðgjöf Skóla- og velferðarþjónustunnar og félagsþjónustu á svæðinu. Sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd starfar á svæðinu.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
  • Greining og meðferð barnaverndarmála
  • Þjónusta og ráðgjöf í málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Önnur verkefni sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga

 Menntunar og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
  • Reynsla af verkefnum á sviði félagsþjónustu og barnaverndar er æskileg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
  • Áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, ragnheidur@arnesthing.is Umsókn ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi ásamt upplýsingum um meðmælendur berist á netfangið ragnheidur@arnesthing.is  fyrir 31. janúar 2021.   

Laun eru samkvæmt  kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Síðast uppfært 8. janúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?