Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi.
Félagsþjónustan er rekin í samstarfi fimm sveitarfélaga í Árnessýslu en þau eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Samstarf er á milli þessara sveitarfélaga auk Hveragerðisbæjar og sveitarfélagsins Ölfus um rekstur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og er Félagsþjónustan í Laugarási faglegur hluti þeirrar starfsemi. Einn forstöðumaður er yfir faglegu starfi og ráðgjöf Skóla- og velferðarþjónustunnar og félagsþjónustu á svæðinu. Sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd starfar á svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
- Greining og meðferð barnaverndarmála
- Þjónusta og ráðgjöf í málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Önnur verkefni sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
Menntunar og hæfniskröfur:
- Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
- Reynsla af verkefnum á sviði félagsþjónustu og barnaverndar er æskileg
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
- Áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, ragnheidur@arnesthing.is Umsókn ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi ásamt upplýsingum um meðmælendur berist á netfangið ragnheidur@arnesthing.is fyrir 31. janúar 2021.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.