Fjallaskáli í Kringlumýri
Sveitarfélagið auglýsir til leigu fjallaskála í Kringlumýri, hesthús og aðra aðstöðu sem fylgir skálanum.
Gerður verður samningur til 5 ára sem verður uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara.
Gerð er krafa um að leigutaki sinni almennu viðhaldi og skuldbindi sig til að bjóða upp á leigu á skálanum til annarra aðila ef áhugi er fyrir hendi. Leigutekjur vegna útleigu renna til leigutaka.
Leigusali hefur ókeypis aðgang að hinu leigða m.a. fyrir fjallmenn sveitarfélagsins þegar þeir þurfa vegna smölunar á afrétti sveitarfélagsins.
Tilboðsaðili skal vera í skilum með opinber gjöld og lífeyrisiðgjöld. Ef jafnhá tilboð berast verður dregið úr tilboðum.
Skila þarf inn tilboði fyrir allan leigutímann í lokuðu umslagi á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir klukkan 12:00 föstudaginn 11. mars 2022.
Tilboðin verða opnuð klukkan 12:00 sama dag í Stjórnsýsluhúsinu Borg.