FJALLSEÐILL Í GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI 2022
FJALLSEÐILL Í GRÍMSNESI 2022
TÖGL/MIÐFELLSHRAUN
10. september
Klausturhólar: 3 menn
Miðengi: 4 menn
Hamrar: 6 menn
Selholt: 1 maður
Vaðnes: 1 maður
Básar: 1 maður
Smalastjóri verður Guðmundur Jóhannesson s.: 868-4115.
Áætlað að smölun hefjist kl. 10:00.
LYNGDALSHEIÐI
11. september
Klausturhólar: 3 menn
Miðengi: 4 menn
Hamrar: 6 menn
Selholt: 1 maður
Vaðnes: 1 maður
Básar: 1 maður
Brjánsstaðir: 1 maður
Neðra-Apavatn: 1 maður
Þóroddstaðir: 2 menn
Smalastjóri verður Benedikt Gústavsson s.: 891-7050.
Lagt verður af stað úr Kringlumýri kl. 11:00.
KALDÁRHÖFÐI/EFRI-BRÚ
Á bilinu 12.-14. september
Klausturhólar: 4 menn
Miðengi: 2 menn
Hamrar: 2 menn
Selholt: 1 maður
Vaðnes: 1 maður
Tveir til viðbótar
Smalastjóri verður Benedikt Gústavsson s.: 891-7050.
VESTURLEIT/ÞINGVALLASVEIT
17. og 18. september
Klausturhólar: 4 menn laugardag
Miðengi: 6 menn laugardag
6 menn sunnudag
Vaðnes: 1 maður laugardag
1 maður sunnudag
Selholt: 1 maður laugardag
1 maður sunnudag
Seinni leit: 6 manns í einn dag
Fjallkóngur laugardaginn 17. september verður Guðmundur Jóhannesson s.: 868-4115.
Fjallkóngur sunnudaginn 18. september verður Benedikt Gústavsson s.: 891-7050.
Trússar Guðmundur Jóhannesson s.: 868-4115 og
Benedikt Gústavsson s: 891-7050.
AUSTURLEIT
16. 17. og 18. september (riðið inn eftir á föstudegi)
Hamrar: 4 menn föstudag, laugardag og sunnudag
Þóroddsstaðir: 1 maður föstudag, laugardag og sunnudag
Básar: 1 maður föstudag, laugardag og sunnudag
Bjarnastaðir: 1 maður föstudag, laugardag og sunnudag
Brjánsstaðir: 2 menn föstudag, laugardag og sunnudag
Seinni leit: 5 manns í tvo daga
Fjallkóngur verður Auður Gunnarsdóttir s.: 867-6452
Trúss verður Bergur Guðmundsson s.: 821-8761
Réttað í Kringlumýrarrétt laugardaginn 10. september.
Réttað í Klausturhólarétt sunnudaginn 11. september.
Fjallskilanefnd annast ráðningu manna í smölun í seinni leit.
Veðurspá / veður getur haft áhrif á allar dagsetningar.
Fjallmenn skulu vera í áberandi klæðnaði.
FJALLSEÐILL Í GRAFNINGI 2022
Nesjar: 3 menn í fyrri og seinni leit föstudag
3 menn í fyrri og seinni leit laugardag
Villingavatn: 1 mann í fyrri og seinni leit föstudag
2 menn í fyrri og seinni leit laugardag
2 menn í fyrri og seinni leit sunnudag
Stóri-Háls: 3 menn í fyrri og seinni leit föstudag
8 menn í fyrri og seinni leit laugardag
11 menn í fyrri leit sunnudag / 8 menn í seinni leit sunnudag
Litli-Háls: 1 mann í fyrri og seinni leit föstudag
1 mann í fyrri og seinni leit laugardag
1 mann í fyrri og seinni leit sunnudag
Sækja fé í Ölfusrétt, Húsmúlarétt og
Heiðabæjarrétt í fyrstu leit
Vinsamlega athugið að ekki verður greitt fyrir fleiri menn en auglýst er hér að ofan.
Fjallkóngur verður Rúna Jónsdóttir s.: 898-1599.
Fjallleitir til Grafningsréttar verða dagana 16., 17. og 18. september.
Réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 19. september og hefjast réttir kl. 9:45 f.h.
Réttarstjóri verður Hannes Ingólfsson.
Til annarrar réttar verður smalað dagana 30. september og 1. og 2. október.
Sandfell og Ölfusvatnshólar verði smalað á tímabilinu 3. til 6. október.
A T H U G I Ð
Föstudaginn 16. september er mæting kl. 13.00 í Kýrdal.
Laugardaginn 17. september er mæting kl. 9:00 upp við tanka.
Mæting á sama tíma í seinni leit.
Fjallmenn skulu vera í áberandi klæðnaði.
Aðrar upplýsingar
Samhliða leitum skulu allir ábúendur og jarðarumsjónarmenn smala heimalönd sín sauðlaus og koma fé til skila fyrir skilarétt. Að öðrum kosti smalar sveitarfélagið á kostnað jarðareigenda.
Áríðandi er að bændur sendi inn reikninga með sundurliðun vegna unninna fjallskila til skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps í síðasta lagi 30. nóvember 2022 svo uppgjör geti farið fram fyrir árslok.
Grímsnes- og Grafningshreppur sendir reikninga fyrir álögðum fjallskilum og kröfu í banka með eindaga 15.12.2022. Þeir sem eru með unnin fjallskil fá greitt um miðjan desember eða þegar reikningur hefur verið sendur til sveitarfélagsins.
Greiðslur fyrir unnin fjallskil eru eftirfarandi:
Dagsverk í Grafningi 11.000 kr.
Dagsverk í Grímsnesi 9.000 kr.
Dagsverk trúss 9.000 kr.
Trússabíll per dag 20.000 kr.
Dagsverk drónamanns 15.000 kr.
Dagsverk hjólamanns 15.000 kr.
Smalastjórar/Fjallkóngar 15.000 kr.
Akstur við að sækja fé:
Laugarvatnsréttir 20.000 kr.
Hofmannaflöt 25.000 kr.
Tjaldafell/Kerling 30.000 kr.
Ölfusrétt 20.000 kr.
Húsmúlarétt 20.000 kr.
Heiðarbæjarrétt 20.000 kr.
Ekki verður greitt fyrir aðrar leitir og aðra/fleiri menn en auglýst eru hér að ofan.
Fjallskilanefnd annast ráðningu manna ef til annarra eftirleita kemur.
Samkvæmt bókun sveitarstjórnar á 511. fundi, 1. september 2021 breytist álagning fjallskila á þann hátt að sveitarsjóður greiðir hluta af unnum fjallskilum að frádregnum öðrum tekjum frá og með árinu 2022. Breytt fyrirkomulag fyrirgerir þó ekki upprekstrarrétti þeirra lögbýla sem greiða ekki álögð fjallskil á jarðarþúsund eftir breytinguna.
Grímsnes- og Grafningshreppi, 22. ágúst 2022
Antonía Helga Guðmundsdóttir
Haraldur Páll Þórsson
Brúney Bjarklind Kjartansdóttir
Rúna Jónsdóttir
Bergur Guðmundsson