Fara í efni

Förum sparlega með heita vatnið

Næstu daga er spáð miklu kuldakasti á suðurlandi með töluverðri vindkælingu. Búið er að bæta í dæluafl veitunnar og gera ráðstafanir hjá stórnotendum en þrátt fyrir það má búast við því að álag á kerfið fari að þolmörkum fyrir og um helgina.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps vill því hvetja fólk til að fara sparlega með heita vatnið núna í vikunni og um helgina og reyna að lágmarka notkun á heitum pottum og gera ráðstafanir varðandi hitanýtingu. Pössum okkur að hafa glugga lokaða, lágmarka opnun á útidyrum og athugum stillingar á ofnum svo frárennslishiti sé ekki of mikill.
Einnig er mikilvægt að byrgja ekki fyrir ofna með síðum gluggatjöldum.

Við látum fylgja með slóð á vefsíðu frá Veitum þar sem koma fram ýmis hollráð um heitt vatn.

 https://www.veitur.is/hollrad-um-heitt-vatn

Bestu kveðjur
Starfsmenn hitaveitunnar

Síðast uppfært 2. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?