Frábært framtak hjá Félagi húseigenda Snæfoksstöðum
Félag húseigenda á Snæfoksstöðum hefur nú komið fyrir sjö „sinuklöppustöndum“ víðs vegar um svæðið, þ.e. við vegi að og við sumarhúsin á Snæfoksstöðum.
Félagið hefur á undanförnum árum látið sig brunavarnir varða og ma. dreift kynningarefni um brunavarnir til félagsmanna, hvatt til, selt og sett upp sinuklöppur á flest hús félagsmanna ofl.ofl.
Vonast er til að þessi framkvæmd nú auki vitund og varnir fólks um hættu á sinu- og kjarreldum á þessu viðkvæma svæði, svo og auki öryggiskennd við það að vita af þessum búnaði ef eldur kæmi upp, auk þess að til staðar sé búnaður á opnum svæðum fyrir hvern þann sem verður var við eða kemur að slíku.
Verkið var unnið af félagsmönnum á „vinnudegi“ sem haldinn er árlega í tengslum við aðalfund félagsins, nú 16.maí sl., og er þá unnið að margskonar umhverfisbótum á svæðinu, s.s. lagningu og merkingu gönguslóða, snyrting gróðurs ofl.
Efnið í klöppustandanna var lagt til af Skógræktarfélagi Árnesinga sem er eigandi Snæfokstaðarjarðarinnar, en um er að ræða grenitré úr skógræktinni á Snæfoksstöðum.