Fara í efni

Frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

Heimili og sumarbústaðir  í sóttkví eða einangrun - frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

 Gott væri að heimili og sumarbústaðir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 veirunnar, gangi vandlega frá öllu sorpi og úrgangi til þess að hindra frekari smit.  Allur úrgangur sem berst frá þessum heimilum ætti að flokkast sem almennt sorp, ekki að meðhöndlast né flokkast sem endurvinnsluefni.  Þetta er gert af heilsufarsástæðum því sorpið getur mögulega verið sóttmengað. Endurvinnsluefni (pappír, plast, málmar) er meðhöndlað af starfsmönnum okkar þjónustuaðila eftir að það er sótt, og því viljum við forðast möguleg smit og gæta fyllstu varúðarráðstafanna.

 Því biðlum við til allra þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun að setja allt endurvinnsluefni beint í tunnur fyrir óflokkað sorp. Gerum allt til þess að hefta útbreiðslu veirunnar.

 Öll heimili í sóttkví eða einangrun athugið: Allur úrgangur í óflokkað sorp.

 

Síðast uppfært 6. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?