Fundaraðstaða framboðslista og kjörstaður Grímsnes- og Grafningshrepps
Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi á 523. fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn:
Rætt var um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 14. maí n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða framboðslistum til sveitarstjórnakosninga aðgang að félagsheimilinu endurgjaldslaust til fundahalda í samráði við umsjónaraðila félagsheimilisins, á það við fundarhöld vegna undirbúningsfunda og framboðsfunda í aðdraganda kosninga. Jafnframt býðst svo þeim framboðslistum sem fá mann í sveitarstjórn aðgangur að félagsheimilinu endurgjaldslaust fyrir framboðs- og vinnufundi á kjörtímabilinu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að framboðslistar hafi aðgang að skrifstofu vegna fjölföldunar á kynningarefni í aðdraganda kosninga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörfundur vegna kosninga til sveitarstjórna þann 14. maí n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.
Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.