Fundarboð 489. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
489. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 2. september 2020, kl. 9.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 200. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. ágúst 2020.
Mál nr. 10, 11, 12, 13 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 78. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 12. ágúst 2020.
c) Fundargerð 79. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 26. ágúst 2020.
d) Fundargerð 206. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
2. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Litla-Hálsi.
3. Skipan fulltrúa í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
4. Greining SASS á atvinnulífi á Suðurlandi.
5. Bréf frá umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
6. Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
-liggur frammi á fundinum-.
7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna samstarfssamninga sveitarfélaganna.
8. Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
9. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2020.
Borg, 28. ágúst 2020, Steinar Sigurjónsson