Fundarboð 492. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
492. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 21. október 2020, kl. 10.00 f.h.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 53. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. september 2020.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 203. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. október 2020.
Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
c) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi, 2. október 2020.
d) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi, 7. október 2020.
e) Fundargerð fundar Oddvitanefndar UTU, 6. október 2020.
f) Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 6. október 2020.
g) Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 13. október 2020.
h) Fundargerð 17. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 5. október 2020.
i) Fundargerð 197. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 6. október 2020.
j) Fundargerð Framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 28. september 2020.
k) Fundargerð 562. fundar stjórnar SASS, 2. október 2020.
2. Grenndarstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
3. Úrskurður nr. 58/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
4. Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2020.
5. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2020.
6. Tölvupóstur frá stjórn Rangárbakka, þjóðaleikvangs íslenska hestsins ehf., vegna aðalfundar félagsins þann 27. október n.k.
7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á frestum vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2021.
8. Minnisblað frá Sigurði Ármanni Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.
9. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga þar sem óskað er eftir útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
10. Bréf frá Hildi Jónsdóttur, f.h. Soroptimistaklúbbs Suðurlands, varðandi verkefnið Sigurhæðir.
11. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn á frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
12. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn á frumvarpi til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
13. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
14. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Borg, 16. október 2020, Steinar Sigurjónsson